.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

sunnudagur, febrúar 25, 2007

partý - óléttur - ofl

hún gyða útskrifaðist sem master í heilbrigðisvísindum í gær, og bauð kristján til veislu í tilefni þessa. þetta var auðvitað hin besta skemmtun og þakka ég fyrir boðið. til hamingju enn og aftur gyða.

annars var partý líka hérna í íbúðinni við hliðina á mér, og það ekki í fyrsta skiptið. kl hálf fjögur yfirgaf það fólk loksins staðinn og þá var hægt að fara að reyna að sofa. þvílíkur dómsdags hávaði.

mig er búið að dreyma þrisvar núna með stuttu millibili að ég sé ófrísk. hvað ætli það þýði? það var að vísu ógurlegt vesen á þessum draumförum mínum í nótt. enda vaknaði ég á klukkutíma fresti, alltaf jafn fúl í hvert skipti yfir því að vakna. en þess á milli náði ég að aðstoða konu sem var komin með hríðar, hringdi á sjúkrabil fyrir hana, en þá kom einhver læknir og var að gera einhver test á mér og þá kom í ljós að einhver annar hafði gert mistök og ég væri víst ófrísk og það væri strákur (sást á einhverjum strimli... ógeðslega tæknilegt sko). ég hitti líka fólk sem ég hef ekki séð lengi og var á stöðugum þeytingi alla nóttina. það er ekkert skrítið þó maður sé þreyttur eftir svona brölt.

3 Comments:

At 7:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mig dreymdi alltaf á tímabili að þú værir ólétt og eignaðist svartan kött. Og einu sinni mannstu eignaðistu sel :S Voðalega furðulegt allt saman.

 
At 1:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe já ég man. svo er sagt að ég sé skrýtin :|

 
At 1:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe já ég man. svo er sagt að ég sé skrýtin :|

 

Skrifa ummæli

<< Home