.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, janúar 24, 2004

jæja þá er þessari smá lægð lokið.

ég keypti um daginn hillur (efri skápa úr elhúsinnréttingu) til að setja upp á vegg í þvottahúsinu og þetta er búið að vera hérna á gólfinu hjá mér síðan. hef bara ekki gefið mér tíma eða nennu til að gluða þessu upp á vegginn. en það gerðist sem sagt loksins núna í vikunni. og það sem ég hafði mikið fyrir því. oj oj oj. hel.... skápurinn var og er reyndar enn 100 cm X 96 cm og þar sem þetta eru nú bara næstum eins og málin á mér að þá hefur eflaust verið fyndið að horfa á mig berjast við að koma honum fyrst upp á borðið, og svo upp á vegg. ekki það að strákarnir voru voða duglegir að hjálpa mér með þetta, því þeir hengu báðir í stiganum meðan að ég stóð í honum, og reyndi að mera skápnum upp. og ekki bara að þeir hengu þarna, heldur var gormur lítið skárri. en sem sagt eftir mikið puð, þá eru skáparnir komnir á vegginn og ég hef aldrei skilað neinu frá mér sem er svona illa gert. úfffff. maður fer þetta á þrjóskunni einni saman. þetta er svona eins og nýju fötin keisarans, þegar maður er að tauta ég get þetta ég get þetta, en svo í raun er nú bara alveg á mörkunum hvort maður getur þetta. hehe. en ég var fullklædd allan tíman, svo þetta endaði allt vel. verð bara að hafa lokað inn í .þvottahús svo eg fái ekki martröð yfir þeim.

nú þarf ég bara að fara að henda draslinu á sinn stað. ég ætla nefnilega að halda partý og föstudaginn. þá a´sm að vísu afmæli, en ég varð bara að missa af því að kíka á hana. við erum að fara að skoða myndgreiningardeildina í mjóddinni, strax eftir vinnu, og svo förum við heim til mín, og ég ætla að kaupa mat og við borðum saman og höfum það huggulegt. ég var að spá í að kaupa indverskan mat hjá galbi í hlíðasmára. hann er ekkert dýr. ætlaði að hafa mat frá kínahofinu, því ég veit að hann er alltaf góður, en það er allavega ein sem hefur miklar áhyggjur af magni msg í kínverskum mat. ooo þetta fólk, en ég er alveg til í að prufa hitt líka svo ég læt bara vaða í það:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home