.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, janúar 17, 2004

ok þá reyni ég aftur. hlutirnir virðast birtast bara svona hippsum happs hér í sveitinni. hehehe.

hér er búið að vera nóg að gera. ég er búin að fara í átta útköll. þetta er bara að verða eins´og í gamla daga í fossvoginum. þá var alltaf brjálað að gera á vöktunum hjá mér. aðstoðarstúlkurnar fengu alltaf áfall þegar ég var á vaktinni, því þá vissu þær að það yrði ekki sest niður alla nóttina. hehehe

þetta er svo heimilislegt hérna, að maðurinn sem rekur gistiheimilið hérna, hann auðvitað skutlaði mér í útkallið í morgun. hann var að hamast við að moka frá hurðinni´þegar ég kom út, sem var eins gott því það voru svaka skaflar fyrir utan. svo bauðst hann til að skutla mér og ég auðvitað þáði það enda hálfsofandi og skítkalt. ég ætlaði nú aldeilis ekki að láta hann bíða eftir mér og stökk af stað í áttina að bílnum. en það auðvitað endaði þannig að ég steinlá í skaflinum og þatt úr skónum og allt. ehehehe mátti svo fara í útkallið alveg eins og snjókarl og rennandi blaut í lappirnar. maður er alltaf svo smart og vel til hafður. heheheh. jórunn hafði líka áhyggjur af því í gærkvöldi þegar hún var að lána mér húfu og trefil, að þetta væri allt skræðótt og ekki í stíl. :) hún þekkir mig greinilega ekki neitt voðalega vel. ég er ekkert spéhrædd, bara að mér sé ekki kalt. ég þoli ekki að vera kalt. fer svo illa í gigtina hmhm.

well þá er bara að brjóta sér leið í gegnum skaflana aftur. mér er svo illa við að þurfa að labba svona út á götu en það er ekki hægt að labba á stéttinni. verð bara að vona að keflvískir ökumenn sjái mig í myrkrinu. ef ekki þá erum við í vondum málum :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home