.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

mánudagur, janúar 03, 2005

eins og einhverjir vita þá bý ég frekar hátt uppi. mér varð litið út um gluggann í morgun og þóttist sjá að það væri ekki hundi út sigandi, svo ég skreið fljótt og örugglega aftur undir sængina. upp úr eitt þá ákvað að ég gæti ekki bara lagst í kör og kíkti aftur út um gluggann og viti menn.... ég var allavega farin að sjá um víðan völl og dró ágúst með mér út. við lögðum galvösk af stað... stormuðum út um dyrnar en þá kom í ljós að það var snarvitlaust helv... veður. ég náði taki á ágústi og gat dregið hann að bílnum (einhverjir myndu kannski hugsa af hverju fóru þau ekki aftur inn, en það var álíka ógerlegt og að komast í bílinn og við 0rðin matarlaus þannig að það var ekki um annað að ræða). ég tróð drengnum inn í bílinn og reyndi svo að staulast hinum megin, eitt andartak þá hékk ég á hliðarspeglinum og lappirnar sveifluðust í allar áttir. en ég get nú verið þrjóskari en and... svo ég hafði það af.

það reyndist nú ekki vera alveg svona vont veður alls staðar annars staðar þó það væri nú allt annað en gott. ég fór og heimsótti bifvélavirkjan ráðagóða og hann ætlar að redda mér í næstu viku. hvernig ég borga verður bara að koma í ljós síðar. svo fórum við í bónus.... var nú eiginlega ófært á planinu hjá þeim sökum hálku, slabbs og roks.... þetta er ekki góð blanda, en ef maður er svangur þá lætur maður sig hafa það. við vorum á heimleið og vorum að velta fyrir okkur hvort við kæmumst inn aftur þegar ég ákvað að hringja í gömlu og ath hvort þau vanhagaði um eitthvað og verslaði svo fyrir þau. það var auðvitað bara tóm snilld því þegar við svo snérum aftur heim þá var rokið orðið viðráðanlegt.

boðskapur dagsins er sem sagt..... ekki er allt gull sem glóir... eða oft er brjálað veður þó svo að það líti út fyrir að vera allt í lagi.......

3 Comments:

At 9:01 e.h., Blogger Harpa Dis said...

bara skoða hvort þetta virkar :)

 
At 9:01 e.h., Blogger Harpa Dis said...

hhmmm virkar það núna??????

 
At 8:13 f.h., Blogger ... said...

Virkar flott..

 

Skrifa ummæli

<< Home