gleðileg jól elskurnar. takk fyrir allt gamalt og gott.
það er nú engin smá jólagleði hjá stórfjölskyldunni. það eru allir veikir. bjössi byrjaði á jóladag og síðan hefur einn af öðrum lagst í rúmið. ég og strákarnir erum þau einu sem stöndum enn. ég fékk neyðarkall frá blásölum 20 í hádeginu.... mayday mayday... allur matur búinn... stopp... þurfum fóður... stopp....
jú ég auðvitað fór í björgunargallann, brunaði út í búð og keypti helstu nauðsynjar eins og pepsi max og beiskan brjóstsykur. fór svo í sjúkravitjun. var nú að spá í að skilja matinn bara eftir á stéttinni.... ætlaði ekki að þora inn í þetta pestarbæli... en lét mig nú hafa það... bjössi sat og barmaði sér yfir því að vera ekki í vinnunni....
mamma og pabbi liggja líka fárveik heima og eins sigga gummi og gísli.... hvurslags eiginlega heilsufar er á þessu fólki.
annars gengur lífið sinn vanagang. vinna sofa borða...... eða reyndar aðallega vinna.... matarlystin er eitthvað aumingjaleg og svefninn enn síðri en svona er lífið tímon.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home