hann ágúst minn er tíu ára í dag. vá hvað þetta er fljótt að líða. við áttum alveg frábæran dag saman. héldum allsherjar vina og fjölskyldu afmæli fyrir þá báða drengina í guðmundarlundi í alveg meiriháttar veðri. grilluðum fullt af pylsum, smurðum samlokur, og bökuðum kökur. fullt af pökkum, og já.. bara góð stemming. allavega voru þeir himinlifandi með daginn. við erum svo búin að vera að kubba og setja saman alls kyns hluti og núna rétt fyrir ellefu fóru þeir loksins að sofa. alveg útkeyrðir, og til að kóróna daginn þá leyfði ég þeim að sofa í mínu rúmi. þar af leiðir þá sef ég ekki neitt, en það er allt í lagi, ég geri það bara seinna :) þetta var einhvern vegin bara eini rétti endirinn á góðum afmælisdegi. nú er best að ég fari að reyna að troða mér upp í rúmið líka... hehe þetta verður spennandi nótt !!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home