dinner and movie
ég skellti mér út að borða og í bíó í gærkvöldi. það er að vísu svolítið skrýtið að fara út að borða þegar maður er á þessu þorskfæði. ég má borða kjöt einu sinni í viku, en það er ekki upp í nös á ketti magnið af því. kínahofið varð fyrir valinu og það klikkar nú aldrei. en ég var afskaplega dugleg og þó mig langaði til að troða i mig öllum skammtinum mínum og rúmlega það, þá hætti ég á tiltölulega skikkanlegum tíma að borða og horfði svo á afganginn girndaraugum. en ég var ánægð með að standast freistinguna.
myndin var svo lag og texti, og það mátti oft flissa yfir henni. það verður að segjast að hugh grant datt algjörlega inn í wham og duran duran fílinguna. omg var þetta virkilega svona hallærislegt hérna í denn.
3 Comments:
Mér finnst þetta æðisleg mynd :)
Ég ætla sko á myndina. Hlakka gegt til...
Vil líka benda á að myndin Blood Diamond er algert must seee
og eitt lagið úr myndinni er alveg fast á heilanum á manni og maður sér hann alveg fyrir sér í mjaðmasveiflunum haha.... bara fyndið
Skrifa ummæli
<< Home