.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

fimmtudagur, júlí 29, 2004

jæja þá er þetta ferðalaga að baki.  þetta var bara hin fínasta ferð.  tók okkur litlar níu klukkustundir að komast á áfangastað, enda stoppuðum við oft, og vorum ekkert að flýta okkur.  einn áfangastaðurinn var búðardalur.  stöldruðum við eitt augnablik keyptum okkur ís og stóðum út á plani og vorum að gæða okkur á honum þegar að það var keyrt á bílinn okkar.   karlinn gerði  sér svo lítið fyrir og keyrði svo bara í burtu,  að vísu staldraði hann við inn á planinu svona til að hagræða sér í bílnum áður en hann lagði í hann, þannig að ég náði í skottið á honum. svo skoðuðum við brúna sem afi gerði yfir gilsfjörð og næsti áfangastaður var bjarkarlundur, og svo koll af kolli.   eftir langa mæði fundum við loksins afa í hestfirði.  og svo komumst við á síðustu bensíndropunum inn á ísafjörð.

okkur var  boðið í mat um kvöldið, þar var m.a. einn sex mánaða frændi minn sem ég þurfti nú endilega aðeins að fá að halda á, og þvílíkur hlunkur barnið.  ég hef bara ekki kynnst öðru eins.  en þar sem ég leyfði honum að japla á puttunum á mér þá fann ég fyrstu tönnina hans. hehe og aumingja mamma hans var  nýbúin að dásama það að hann væri ekki komin með neina.

við keyrðum svo um næsta nágrenni, þ.e. hnífsdal, bolungarvík, flateyri, suðureyri.  löbbuðum upp á varnargarðinn hans afa á flateyri og urðum næstum úti, það var svo kalt.  ég gerði heiðarlega tilraun til að fara á hestbak, en það varð ekkert úr því, því að hestarnir höfðu sloppið úr girðingunni.  en  úlfar fór með okkur á kajak í höfninni á flateyri.  hann var sjálfur að prófa í fyrsta skipti, og ég ágúst og arnar skemmtum okkur konunglega meðan amma horfði á frá landi.

nú svo var bara að pakka niður og bruna heim.  úlfar átti leið út á drangsnes, að gautshamri þar sem að munda amma var alin upp og við auðvitað eltum hann þangað, og þutum svo heim á leið.  nema hvað að þegar við vorum í bitrufirði að mig minnir, þá þurfti amman endilega að fikta í glugganum hjá sér, með þeim afleiðingum að hann bilaði, þ.e. var ekki hægt að hala hann upp aftur.  nú voru góð ráð dýr,  við áttum ennþá þriggja tíma akstur til að komast heim, og arnar var sofandi í aftursætinu, auðvitað mömmu megin.  ég stormaði aftur í skott, náði í lak og setti utanum gluggann, og svo hékk mamma í lakinu alla leiðina heim. lol.  við vorum alveg ótrúlega fyndin.  það var grenjandi rigning, og brjálað rok.  fór í 22m/s í hviðum á kjalarnesinu og alltaf hékk mamma í lakinu. HAHAHA.  ég stalst svo til að leggja bílnum í bílskýlinu hérna niðri hjá mér, ég gat ekki hugsað mér að þurfa að hugsa um bilaðan glugga þegar ég loksins kom heim, klukkan ellefu í gærkvöldi eftir tíu tíma ferðalag og með arnar sofandi.

þá er bara að fara að þvo og undirbúa sig undir næsta ferðalag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home