ég er núna búin að standa út á svölum í smá tíma, á náttfötunum. tilefnið var að ég þurfti að borða eitthvað og ákvað að grilla mér kjúklingabita. þetta var ljómandi fínt, meiriháttar veður, vantaði bara bjórinn. en viti menn. kannski var það bjórskorturinn en allavega þá var þetta ekki alveg að ganga hjá mér. ég hef oft grillað kjúkling, að vísu ekki á þessu grilli en mér er alveg sama. þetta er núna í annað skipti sem ég reyni þetta á stuttum tíma, og í báðum tilfellum er þetta svo gjörsamlega misheppnað. brenndir og hráir. hér með tilkynnist að ég hef sagt upp störfum sem kjúklingagrillmeistari. næst verður eitthvað annað sett yfir eldinn, kannski bara pylsu, ætli ég ráði við það. hhhmmm ekki gott að segja. finnst verst að eiga ekki samt sem áður bjórinn, hann hefði nú bjargað þessu ég hefði þó allavega alltaf getað drukkið hann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home