gummi er smám saman að flytja inn til mín. sigga er nefnilega að flytja til hans. flókið.... nei nei ekki svo.... ég er með svefnsófa sem hann átti (keypti hann að vísu af honum fyrir einhverjum mánuðum síðan), meðan ég fór vestur um daginn þá kom hann með skáp í stofuna til mín, og í fyrradag kom hann með rúmið sitt. þetta er að verða voðalega heimilislegt hérna hjá mér. nema hvað að nú vantar mig að losna við gamla rúmið, og svefnsófann. rúmið er nú bara á leiðinni í sorpu, en sófinn er nú allt i lagi, svo ef ykkur vantar svefnsófa, endilega hafið samband við mig. :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home