.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

sunnudagur, ágúst 22, 2004

menningarnótt var í gær....... samt undarlegt að kalla þetta menningarnótt.... af hverju ekki menningardag.... þetta byrjar jú snemma morguns og stendur til miðnættis.

ég fór með strákana í bæinn.... eins og svo margir aðrir. var alltaf á leiðinni að fara.... en náði alltaf að treina það aðeins lengur. um sjöleytið lét ég til skarar skríða og við brunuðum í bæinn. fékk meira að segja stæði um umhverfisráðuneytið (og það átti sko eftir að koma sér vel að vera með stæði svona nálægt). nú við þrömmuðum upp og niður skólavörðustíginn, í endalausa hringi. fórum að sjálfsögðu í jólahúsið og hittum jólasveina ekki seinna vænna þar sem það styttist óðum til jóla. arnar var eitthvað voðalega þreyttur þannig að ég var með hann á háhest megnið af tímanum. það var svo fyndið að horfa á hann þegar hann heyrði alla tónlistina þá gat hann ekki hamið sig... dillaði sér öllum og hristi hausinn alveg eins og góður þungarokkari. og eftir því sem lögin voru þyngri og rokkaðri þeim mun betur fílaði hann sig. svo var sigga búin að vinna og smábjörninn kom og hitti okkur líka. við héldum svo áfram að skoða mannfjöldann. hálf ellefu þá settumst við í blautt grasið á arnahól og biðum eftir flugeldunum. arnari var eitthvað orðið kalt og kúrði þarna hjá mér og innan skamms var hann sofnaður og svaf af sér flugeldana.

þá er ég komin að kaflanum um af hverju það var gott að fá stæði svona nálægt. það sem maður getur verið þreyttur á að halda á svona gaur.... var farin að hlaupa síðustu metrana að bílnum svo ég kæmist alla leið. núnú þá er ég komin að slæma partinum af því að fá stæði svona nálægt. ég vissi það nú fyrir fram, en það var auðvitað vita vonlaust að komast í burtu. það tók góðan hálftíma að komast út á sæbrautina hehehe. en það kom að vísu ekki að sök því þarna var maður sem var með skemmtiatriði fyrir okkur til að stytta okkur stundir. og fer hér sagan af því:

nú þarna var þvílíkur aragrúi af bílum í einni stórri kös og enginn komst spönn frá rassi, en allir bara í góðum fíling eftir því sem hægt var að sjá. við hliðina á okkur var alveg risastór jeppi og allir biðu bara í sátt og samlyndi..... birtist ekki einhver pínulítill bílgarmur á eftir jeppanum og fer að flauta. hehe við fengum vægt kast... hvað hann væri eiginlega að pæla þessi. hann fer svo að mjaka bílnum fram og til baka. þvílíkt stressaður aumingjans maðurinn. hann gaf stefniljós til hægri smá stund.... svo til vinstri..... svo setti hann hasarinn á.... bakkaði.... fór áfram...... við vorum hreint að deyja úr hlátri. þurfti maðurinn ekki endilega að toppa þetta alveg. hann snaraði sér útúr bílnum sínum, upp að jeppanum og sagði við bílstjórann: getur þú hleypt mér framhjá.... ég er nefnilega á hjálparsveitarbíl og þarf að komast. ég hélt að við myndum bara andast.... við öskruðum úr hlátri.... skil ekki af hverju arnar vaknaði ekki við lætin í okkur hinum fimm. haha já sagði sigga.... og við erum á sjúkrabíl. kallinn tók svo upp talstöð/síma allavega eitthvað apparat sem hann talaði í og lét eins og hann væri að leysa öll heimsins vandamál: já... ætlið þið að segja löggunni að koma hingað og greiða úr þessu hérna...... á þessum tíma þakkaði ég bara guði fyrir að ég þurfti ekki að keyra af stað því að ég hreinlega var farin að hágráta ég hló svo mikið. loksins komst hann nú framhjá mér.... keyrði á vitlausum vegarhelmingi til að komast sem fyrst út á sæbrautina. og viti menn. ... þegar ég komst á sæbrautina þá var hann næsti bíll á undan mér. ekki tók þá betra við. haldið ekki að mannfíflið hafi verið í því að setja stefniljósin á..... hægri..... hasarinn..... bakk..... (ég bara beið eftir að hann myndi bakka á mig) og svo var hann alltaf að gefa bilnum inn og lét hann svona "hossast" svo manni datt auðvitað bara eitthvað dónalegt í hug. en þessi aumingjans maður gerði þessa bið að hinn mestu skemmtun..... (hehe kannski ekkert svo fyndið þegar maður er að lesa það hér.... en það var rosalega fyndið þegar að maður var á staðnum ég er með mörg vitni :) )


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home