og hvað gerir maður á þessum degi þegar maður er heima.... jú, mikið rétt. tekur niður jólaskrautið. það er allt komi í viðeigandi kassa, og svo á ég bara eftir að rölta út með jólatréið og koma kössunum niður í geymslu.
annars held ég að það sé allt að verða vitlaust... snjóflóð fyrir vestan og jarðaskjálftar fyrir norðan. ja hérna.... hvar endar þetta eiginglega.
mig langar að fara eitthvað... og þá meina ég ekki niður í smáralind eða eitthvað slíkt.... heldur að fara í ferðalag. ég fór ein til lundúna þarna fyrir rúmu ári síðan, og ég vildi óska að ég gæti farið í aðra slíka ferð núna. komast í burtu frá öllu og vera bara ein með sjálfri mér. ekki það að ég sé ekki ein þó svo að ég sé heima, en æj það er allt öðru vísi samt. lífið er bara allt of flókið
3 Comments:
Smáralindi er líka fín og heldur ódýrari svona í ehildina séð heldur en Lundúnir...
Meinvill
Smáralindi er líka fín og heldur ódýrari svona í heildina séð heldur en Lundúnir...
Meinvill
reyndar... þarf ekki að spreða í flug og gistingu... en það er ekki alveg það sem mig langar... vantar nýtt umhverfi
Skrifa ummæli
<< Home