en lífið heldur áfram ekki satt. við fórum saman í leikhúsið í kvöld nokkur úr vinnunni. það var fínt. ég dáist að öllu þessu fólki. það lætur ekki bugast. allir mættir í vinnu í morgun. auðvitað ekkert endilega með bros á vör, en þetta er frábært fólk allt saman, og verður erfitt fyrir okkur hin líka þegar þau verða öll farin. verður svo tómlegt. við á annarri hæðinni ætlum að hittast heima hjá mér eftir vinnu á morgun. verður gott að hittast yfir kaffibolla utan vinnustaðarins, spjalla saman um atburði síðustu daga... framtíðina... og bara að þjappa okkur aðeins saman. ég get ekki hugsað það til enda að missa þau öll úr vinnunni. en svona er lífið. maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér... sem betur fer kannski
föstudagur, desember 02, 2005
fyrri skrif
- ég í einfeldni minni hélt að þar sem þetta væri nú...
- í dag er mikill sorgardagur hjá hjartavernd. í mo...
- tónleikarnir heppnuðust bara sérdeilis vel í gærkv...
- nú er búið að vera svo mikið að gera og mikil tíma...
- jeminn þessi tilfinning eldist sem betur fer ekki ...
- við systur erum ágætar. við gáfum pabba afmælisgj...
- hann faðir minn elskulegur á afmæli í dag. 65 ára...
- hvernig er hægt að vera svona þreyttur... jahh ég ...
- ég er víst Partítröll :)Þú ert nýjungagjörn, tilfi...
- ég var að skríða í hús. hitti "gamlar" bekkjarsys...
gestabók
endilega tjáið ykkur
síður
Jólahúsið
Réttritun.is
Raförninn
tenglar
ágúst
anna kristín
bylgja
róbert
freknukrúttið
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home