.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

föstudagur, desember 02, 2005

en lífið heldur áfram ekki satt. við fórum saman í leikhúsið í kvöld nokkur úr vinnunni. það var fínt. ég dáist að öllu þessu fólki. það lætur ekki bugast. allir mættir í vinnu í morgun. auðvitað ekkert endilega með bros á vör, en þetta er frábært fólk allt saman, og verður erfitt fyrir okkur hin líka þegar þau verða öll farin. verður svo tómlegt. við á annarri hæðinni ætlum að hittast heima hjá mér eftir vinnu á morgun. verður gott að hittast yfir kaffibolla utan vinnustaðarins, spjalla saman um atburði síðustu daga... framtíðina... og bara að þjappa okkur aðeins saman. ég get ekki hugsað það til enda að missa þau öll úr vinnunni. en svona er lífið. maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér... sem betur fer kannski

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home