það er ekkert að þér
jæja þá er ég búin að fara í þessa líka ógurlega skemmtilegu læknisheimsókn. og hvað kom út úr því.... þetta er bara fallegasta blaðra... það er ekkert að þér. ég elska þessi komment.... ef það er ekkert að mér hver fjárinn er þá að mér??? spyr sá sem ekki veit. en leitin heldur áfram. ég sem var að vonast til að fyndist eitthvað sem væri bara hægt að laga með einni eða tveimur pillum eða sprautum eða eitthvað svona smálegt.... huh það var þá.
annars fór ég niður í hjartavernd í gær. ég verð nú alveg að viðurkenna að það var óskaplega notalegt. var aðeins að vinna þar, og þetta er bara svo ótrúlega góður staður til að vera á. hvurn djöfulinn var ég að pæla með að fara þaðan....
2 Comments:
Skil ekkert í þér að yfirgefa okkur mín kæra!
nei ekki ég heldur. þú veist hvernig það er með þetta gras sem maður heldur alltaf að sé mikið grænna alls staðar annars staðar
Skrifa ummæli
<< Home