191 dagur til jóla
sunna fór norður og sigga fór austur þannig að ég sit hér í jólahúsinu mínu og horfi á fólkið út um gluggann. alveg reytingur af fólki sem skottast inn í búðina, en það mætti nú alveg versla meira svona fyrir minn smekk. annars á maður ekki að vera með neina frekju, bara vera ánægður með að fólkið veit þá allavega af búðinni :)
annars er mest lítið að frétta. gerist ósköp lítið. jú ég fékk niðurstöður úr þessum eggjaleiðara sem var tekinn úr mér um daginn. hann var við hesta heilsu, að vísu voru rangar frumur í honum, þeas frumurnar í honum eru samskonar og eru í leginu. eins gott að það sé ekki tekið sýni úr heilanum á mér, aldrei að vita hvurslags afbrigðilegheit þeir myndu finna þar. en allavega, mér er enn illt, en samkvæmt öllu er ekki til heilbrigðari manneskja.... svo það er ekkert að mér....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home