draumfarir
mig hefur dreymt alveg ótrúlega drauma undanfarnar nætur. sumir eru þess eðlis að maður fer að efast mjög um geðheilsuna. t.d. dreymdi mig um daginn að ég var að ýta móbíl (færanlegt röntgentæki níðþungur andsk...) upp eiríksgötuna því ég þurfti að koma honum á milli húsa. þegar því var lokið og ég nærri dauð eftir átökin, þá þurfti ég að aðstoða einhvern kall sem var í rannsókn, og til að gera langa sögu stutta þá meig hann yfir mig alla :(
í nótt hinsvegar þá var forseti vor í öllu sínu veldi að hjálpa mér að gera skattaskýrsluna mína, ég fór líka í tölvusneiðmynd og þar uppgötvuðust tveir nýrnasteinar í mér, og ég skoðaði eina íbúð á 8. hæð og var búin að ákveða að kaupa hana þegar ég vaknaði.
er eitthvað undarlegt þó maður sé þreyttur þegar maður vaknar, tjahh ég bara spyr.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home