.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

sunnudagur, maí 18, 2003

ég er hér, ég bara gleymdi mér eitt augnablik. OK augnablikið var 5 dagar eða svo en hver er svo sem að telja.

Þá er enn ein helgin búin. Mér finnst alveg með ólíkindum hvað dagarnir líða hratt. Maður verður komin á eftirlaun áður en maður veit af. Annars fórum við fjölskyldan í Þjórsárdalinn í dag (öðru nafni Ömmu sveit). Tilefnið var að gömlu hjónin voru að kaupa sér nýtt hjólhýsi. Þetta er voða fínt hjá þeim og ég vona að þau eigi eftir að njóta þess um ókomna tíð.
Tengdó voru hjá okkur yfir helgina, og þá notuðum við hjónin tækifærið og fórum í kvikmyndahús. Þetta gerist ekki oft, en við erum búin að fara tvisvar núna á stuttum tíma. Núna sáum við View from the Top eða hvað hún nú heitir. Ég verð nú að segja að ég hef séð margar skemmtilegri myndir en þessa. Ég gat nú glott út í annað nokkrum sinnum en ekki meira en það. En það var engu að síður fínt að geta skroppið svona út saman.

Um helgina var svo líka sýning í Myndlistaskólanum. Þannig að ég hef nú tekið þátt í minni fyrstu sýningu. Héðan í frá verð ég óstöðvandi. he he. Svo er ég líka í vandræðum með rauðvínið. Það hleðst upp hjá mér. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég drekki ekki nógu mikið. Þannig er að ég er búin að vinna tvisvar sinnum í rauðvínshappdrætti, 10 flöskur í hvort skipti. Nú er svo komið að ég á 14 flöskur upp á skáp. Ég veit ekki hvar þetta endar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home