.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

mánudagur, desember 29, 2003

göngutúr

annars varð mér um og ó í morgun þegar ég leit út um gluggan og sá hvernig veðrið var. ég sver að ef ég hefði ekki verið með kuldagallann minn þá hefði ég ekki farið í vinnuna. blindbylur, sá ekki út úr augum. og ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það þegar mér er kalt. ég er svoooo mikil kuldaskræfa. en ég sveiflaði mér fram úr með miklum tilþrifum og skellti mér í kuldagallann. ok ég fór í einhver föt líka og skellti mér út. þetta var bara ljómandi gott og hressandi. var pínulítil ófærð yfir planið milli smáralindar og hjartaverndar en hey, maður er svoddan hetja.

svo er maður búin að vera að líta út um gluggann svona annað slagði í dag og horfa á alla vesalingana sem eru fastir hingað og þangað. hehehe. en svo var komið að því að þramma heim á leið. ég skellti mér aftur í kuldagallann, skóna, húfu og trefil btw ég þarf að verða mér úti um góða vettlinga, og æddi af stað. nema hvað að þegar ég var komin niður að smáralind þá var ég orðin svo þreytt (þeir sem þekkja til vita að það er ekki mjög langt frá hjartavernd að smáralind) en átti langa ferð fyrir höndum. ég þrammaði og þrammaði og þrammaði og hélt ég yrði aldrei komin heim, gleymdi að vísu að taka tíman. ástæðan fyrir því að þetta var svona erfitt var sem sagt ekki rokið heldur það að snjórinn náði mér alls staðar upp að hnjám. okok ég veit að það er ekki neitt endilega rosalega mikill snjór, en að labba svona langt og þurfa alltaf að lyfta fótunum svona hátt upp i hverju skrefi það getur alveg gert út af við mann, svo ekki sé dýpra í árina tekið og ef ég ætlaði að vera sniðug og labba strætóleiðina, en hún á víst alltaf að vera opin.... þá voru bara einhverjir brjálaðir bílstjórar að reyna að keyra mig niður, svo af tvennu illu var skárra að vera á "gangstéttinni" en ég hafði það loksins af, komin upp í blásali rennandi blaut, alveg inn að beini mátti tæta mig úr öllum fötum og skreið svo undir sæng. ég er best geymd hér held ég.

annars er nú rosalega gaman í svona veðri. það skapast alltaf viss stemming, allir að hjálpast að við að ýta og moka og svona alls konar gaman. það er nú svo undarlegt hvað þetta hefur breyst. maður man eftir því sem krakki að það var alltaf einu sinni til tvisvar á vetri sem það var aflýst skólahaldi vegna veðurs. þetta heyrir til algjörra undantekninga í dag. hvernig stendur á þessu. maður sat við útvarpið á morgnana og beið eftir að sinn skóli væri lesinn upp í tilkynningunum, og þvílík vonbrigði þegar að búið var að lesa upp einhvern haug af skólum en ekki minn. það var nú bara alveg nóg til að eyðileggja daginn fyrir manni. en þetta er nú liðin tíð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home