.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

sunnudagur, desember 28, 2003

jæja þá eru blessuð jólin langt komin. þessi jól eru svolítið mikið öðruvísi heldur en öll hin, en allt hefur gengið vel fyrir sig. við vorum hjá mundu og bjössa á aðfangadag. þetta var þvílíkt fjör tólf aðilar að rífa upp pakka. og þvílíkt pakkaflóð. en sm stjórnaði þessu öllu af stakri snilld eins og alltaf. amma fékk hermanna flíspeysu í jólagjöf, gerði sér lítið fyrir og svipti sig klæðum fyrir framan alla´og sveiflaði sér í peysuna. þetta vakti mikla kátínu strákarnir roðnuðu og blánuðu í framan við að horfa á ömmu sína á undirfötunum, hehehe. þó var best af öllu þegar amma fékk næsta pakka, þá sagði björn sævar:"amma, ef þetta eru nærbuxur, viltu EKKI máta þær hérna". ég vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið. henni hefði svo sem verið trúandi til þess að máta þær í stofunni, undir jólatrénu. hahahhaah.

þetta var sem sagt allt saman mjög fínt. ég fékk mikið af fínum jólagjöfum og strákarnir líka. þá eru það áramótin næst. við förum auðvitað öll í matinn til mömmu, en svo hugsa ég að ásm verði ekki með okkur restina á kvöldinu. sjálf hefði ég helst viljað fara bara heim til mín og horfa á flugeldana út um gluggann, en ég er nú ekki viss um ágústi finnist það svo spennandi kostur að fá ekki að sprengja eitthvað, svo við förum bara til mundu líka.

talandi um flugelda. ég þoli ekki þessar tvær vikur, sem sagt frá og með núna og fram yfir þrettándann. það er ekki nokkur leið að sofa. fólk er svoleiðist að drita upp í loftið alls kyns flugeldum og sprengjum með tilheyrandi hávaða og látum. í gærkvöldi voru strákarnir hjá mér, og í hvert skipti sem þeir voru að festa svefn, þá var einhver hálfvitinn í hverfinu að skjóta einhverju upp í loftið, og þeir auðviðtað hrukku upp með tilheyrandi látum. aarrrgggghhhhh ég var alveg að missa mig þarna á tímabili. þetta er hryllilega pirrandi. en þá er bara að setja upp sparibrosið og leiða þetta hjá sér (as if). ´

ég skal nú bara segja ykkur að ég er alveg að sofna. ligg upp í rúmi umkringd bílum, strákarnir frammi í stofu að horfa á sjónvarpið og ég get varla haldið augunum opnum. kannski ég leyfi mér að loka þeim eitt augnablik bara smástuuunnndddd zzzzzzzzzzzzzz

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home