ekki komst kallgreyið heim til sín í dag. ekki öfunda ég hann það er alveg á hreinu. mamma sagði að hann hefði verið alveg bölvandi vondur þegar hún heyrði í honum í dag, vegna þessa. mér finnst nú nóg um að ég sé að fara til keflavíkur um helgina. oftast þegar maður fer þangað þá er það í þeim erindagjörðum að bruna í gegnum bæinn og út á flugvöll. en nei ó nei það er nú ekki svo gott hjá mér. ég ætla að stoppa í keflavík og vera þar alla helgina. er að fara að vinna á sjúkrahúsinu. góðsemin alveg að fara með mann. svona fer fyrir fólki sem ekki kann að segja nei. en horfum á björtu hliðarnar. það er verið að semja við hótelið um að ég fái að gista þar, þannig að ég ímynda mér bara að ég sé í útlöndum, og vona bara að það sé nettenging á hótelinu. þá get ég, ef ég er heppin, bara legið upp í rúmi, og lært og leikið mér alla helgina. vona að það verði engin útköll, því ég hef aldrei stigið fæti inn á stofnunina hvað þá tekið mynd þar. reyndar hef ég ekki unnið svona vinnu síðan ég fór í fæðingarorlof fyrir tæpum fjórum árum síðan, ef frá eru taldar tvær lungnamyndir sem ég tók um daginn upp á akranesi þegar ég fór þangað að leysa af fyrr í vetur.
reyndar er hún gróa mín búin að biðja mig um að koma einn laugardag í febrúar uppeftir því það er leikhúsferð hjá sjúkrahúsinu. ég er alveg til í það, þarf bara að tala við ásmund því það er akkúrat helgi þar sem strákarnir eiga að vera hjá mér. :) geri það við tækifæri. nema frænka mín elskuleg vilji vera með þeim hérna hjá mér þessa nótt.
ég bauð birnu í búðina mína um helgina þar sem ég verð ekki heima. hún getur þá boðið til sín gestum ef hún vill. ég lofaði reyndar að vera búin að taka til, veit ekki hvort það gengur upp hjá mér, það verður bara að koma í ljós. ég þóttist nefnilega vera svo almennileg við hana og leyfa henni að vera, en í raun vantaði mig auðvitað einhvern sem getur séð um að gefa gorminum mínum mat meðan ég fer. hehehe klók er ég. ég er ekki viss um að hún gleypi eins við hinu boðinu. ég hugsa að hún fatti ef ég skil strákana eftir hjá henni, þegar ég spyr hvort hún vilji ekki íbúðina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home