þá er ég búin að puða við að gera íbúðina eins og hjá fólki aftur, náði þó ekki að skúra því strákarnir sofa inn í stofu, og ekki ætla ég að fara að taka sénsinn á því að þeir vakni. birna verður bara að skúra sjálf ef þetta er ekki nógu fínt fyrir hana. annars skildist mér á mömmu hennar að hún hefði verið rosalega ánægð með að fá að vera í búðinni minni (hehehe) íbúðinni minni um helgina, en.......... ég er ekki með stöð tvö og það þarf að horfa á ædolið. ju minn. mikið skelfing hlýt ég að vera mikil lumma, ég hef ekki séð einn einasta þátt. ég var meira að segja einhvern tíman stödd heima hjá mundu þegar þetta var í sjónvarpinu og ég settist nú bara fyrir framan tölvuna frekar.
annars eltist ég um mörg mörg ár í dag. þannig er að ég frétti af því að bekkjarfélagi minn úr tækniskólanum hann zewdu woube væri dáinn. ég meina vá. ég hef að vísu ekki haft neitt samband við hann, hann bjó núna síðustu árin út í danmörku var þar með danska konu og einhvern haug af börnum skilst mér, en að fá blóðtappa í hjartað eins og stóð í minningargreininni aðeins fjörutíuogeinsárs. maður eldist þegar bekkjarfélagarnir deyja svona. það var gefinn upp linkur í minningargreininni ef maður vildi senda samúðarkveðjur, og ég ætla að gera það á morgun fyrir hönd okkar sem vorum með honum í skólanum. blessuð sé minning hans.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home