fram til baráttu........
ég er búin að vera of lengi ein heima með arnari. hehehe. náði að vísu að hrjóta aðeins yfir bósa í morgun, en þetta síast inn í undirmeðvitundina engu að síður. það vill svo til að þessar myndir eru ekki leiðinlegar. en það eru nú samt takmörk fyrir hvað maður nennir að horfa eða hlusta oft á sömu myndina. ég skal nú bara segja ykkur það að ég kann allar bósa myndirnar utanbókar. ætli maður geti ekki tekið mastersverkefni í einhverju svona gagnlegu, sem auðvelt er að muna. þú ert aumkunarverður lítill kall. þú átt samúð mína alla. farvel. hvar er einstefnulímbindingin...........
nú er ég búin að missa af tveimur bóklegum og einum verklegum (með skyldumætingu) tímum. svo missi ég aftur heila viku úr núna í febrúar. þessi kennari sem er núna að kenna okkur um öndunina, aðhyllist svo þá stefnu að setja ekki kennsluefni á netið, er ekki með neinar glósur, á eina sem maður veit er að það á að fjalla um öndun. sem er nú ansi teygjanlegt og nær yfir marga tíma. kennarinn er mjög góður og það er gaman í tímum hjá honum, og allt saman mjög ljúft og gott, þangað til þú lendir í því að geta ekki mætt í tíma. þá fer nú mesti sjarminn að renna af þessu. annars veit ég ekki hvað ég þykist vera að rembast við þetta. það er auðvitað engin tilgangur þannig séð, nema mér finnst gaman að læra eitthvað nýtt, eða nánar um eitthvað sem ég kann eitthvað hrafl í. en er það þess virði að vera að fórna geðheilsunni, og leifunum af fjölskyldulífinu í þetta. ég er ekki viss. þetta gefur manni bara samviskubit yfir því að vera ekki alltaf að læra, því svo koma einkunnir sem eru svona lala. jú maður er svo sem ekki að falla, en fyrst maður er að þessu á annað borð þá vill maður gera þetta almennilega ekki satt. æ ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu. auðvitað á maður að nota tækifærið og fara í svona nám ef maður hefur áhuga á því, þegar maður er að vinna svona vinnu þar sem allir vilja allt fyrir mann gera. en maður fær samt samviskubit yfir að vera alltaf að fara úr vinnu til að fara í skólann, og svo bætast svona veikindi vit annað hvort hjá mér eða strákunum og þá versnar samviskubitið um allan helming.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home