ég hef ákveðið að gefast ekki upp strax heldur safna liði og hefna. dýr skyldi hafliði allur......... ég var að horfa á x men eða heitir hún það ekki annars. ég er búin að horfa á þvílíkan aragrúa af bíómyndum það sem af er árinu. misgóðar þó svo ekki sé meira sagt. sumar eru meira að segja svo slæmar að ég hef sofnað yfir þeim, og þarf nú nokkuð mikið til. mér þykir alveg ótrúlega notalegt að liggja upp í rúmi með tölvuna mína og horfa á mynd. ég er gjörsamlega orðin unglingur aftur. ímyndið ykkur ef þetta hefði verið í boði á þeim árum. ég er hrædd um að ég hefði aldrei farið fram úr rúminu nema til að sækja meira pepsi og nammi, og kannski tappa af annað slagið.
ég er svo mikill snillingur að sögur fara ekki af öðru eins. ég hrasaði um uppskrift af ostaköku í gær og ég bara varð að prufa hana ef ske kynni að hún væri boðleg í fermingarveisluna. hehehe góð afsökun....... nema ég fór með mundu í bónus og við versluðum aðeins fyrir fermingarbaksturinn, og svo þegar hún skilaði mér heim fattaði ég að ég hafði gleymt að kaupa rjóma svo munda ætlaði að redda mér honum síðar. nema að ég æði upp á sjöundu hæð með innkaupapokana mína og ætla að byrja að baka en viti menn mig vantaði amaretto. þá auðvitað tekur maður upp´símann og hringir í meinvil í hafnarfirðinum og jújú þar er til óafmeyjuð eins lítra flaska. ég varð auðvitað gasalega kát með það, hringdi í leigubíl sem kom og skutlaði mér í hafnarfjörðinn og til baka aftur. einhver hefði nú bara farið í vínbúðina en nei ekki hún ég. núhh ég kom svo við hjá mundum í leiðinni til að ná í ´rjómann ætlaði nú aldeilis að vera snjöll og nota ferðina. ég upp aftur og held áfram að hafa til hráefnið. ríf upp hurðina á íspáknum bara til að fatta það að rjómaosturinn kláraðist í síðasta saumaklúbb. nú voru góð ráð dýr, hringdi í mundu og jú hún átti smá lögg af rjómaosti fyrir mig, en hvorug okkar nennti út. ég ákvað þá að hræra í eina súkkulaðiköku og henda í ofninn svo hún gæti bakast meðan ég færi eftir rjómaostinum, en nei þá átti ég ekkert kakó. þegar hér var komið sögu var ég sem sagt með tvær hálfhrærðar kökur á borðinu og vantaði fullt af hráefni til að klára. þá mátti ég ryðjast í lyftuna aftur og hlaupa til mundu og tæma alla skápa hjá henni. og takið eftir það var engin blíða úti í gær. þetta var svoddan mannskaða djö.... veður, en hvað gerir maður ekki fyrir kökurnar. en sem sagt ég hafði það af að baka þetta dót allt saman, en súkkulaðikakan er einhver sú misheppnaðasta sem sögur fara af. það hefur aldrei neitt gengið svona illa hjá mér eins og þetta. má ég þá frekar biðja um hana betty crocker vinkonu mína. hún klikkar aldrei. svo ætlaði ég að gera kremið á hana, en þá átti ég ekki síróp svo það varð að bíða þangað til í dag (hljóp til mundu og fékk síróp hjá henni, held það sé ekkert eftir í skápunum hjá henni núna)
en semsagt svo var hugmyndin hjá mér að fara með ostakökuna í vinnuna því ekki ætlaði ég að sitja ein og éta þetta allt saman hérna heima. fattaði það ekki, að það er ekki beint skemmtilegt að labba með ostaköku undir handleggnum í vinnuna. hvað þá í þessu roki, svo nú sit ég uppi með ostaköku sem er alveg hryllilega sæt, og súkkulaðiköku sem er sú ljóstasta sem ég hef nokkurn tíman bakað. endilega komið og smakkið :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home