´já meinvill vill meina að ostakakan batni með aldrinum, sem er nú bara eins gott, því ekki kem ég til með að klára hana svona hviss bang, en ég held að aldurinn geti ekki bjargað súkkulaðikökunni ljótu. úfff. það væri nú svo sem allt í lagi ef hún væri bara ljót, því eins og sagt er fegurðin kemur innan frá, en það vantar alveg að hún sé virkilega góð. ég kannski geri meiri kröfur til hennar af því að þetta var svo erfið fæðing. ég skal nú bara samt éta hana fyrst ég bjó hana til. vona bara að meinvill reynist sannspár og það verðir fullt af fólki hérna á morgun við að éta köku druslurnar.
en allavega þá er ég aðeins nær um hvað verði á boðstólnum í fermingarveislunni. ekki þessar tvær hehehe. á maður ekki annars að nota útilokunaraðferðina. ég hef nú alveg fram á næsta laugardag til að spá í þetta, liggur ekkert á. ég er að vísu ekki alveg viss hvenær veislan byrjar, en ég hlýt að vera búin að komast að niðurstöðu fyrir þann tíma. eða ég vona það........
ég ætlaði nú líka að vera forsjál í fyrradag og athuga hvort ég kæmist ekki í búninginn góða. hehe ég finn bara pilsið og möttulinn. kotið, skyrtan, húfan, svuntan, beltið...... guð má vita hvar það er niður komið. ég man þegar ég var að pakka þessu niður, þetta var í skenknum, og ég setti þetta á einhvern rosalega góðan stað. hehehe man ekki eftir að hafa tekið þetta upp úr kössunum hérna hjá mér, þannig að annað hvort er þetta niðri í geymslu einhverststaðar, eða þá að ég hef sent þetta til ásmundar. hehehe ég hugsa nú að hann hafi ekki mikil not fyrir þetta samt. ég bara nenni ekki niður í geymslu að leita að þessu. ég meina þetta er svoddan aragrúi af kössum þarna og erfitt að athafna sig.
ég er líka enn að vandræðast með þessar bókahillur sem mig vantar svo mikið. kannski ég reyni að finna mér bíl að láni núna og fari að kíkja í pennann. við erum með fínar svona stakar hillur í vinnunni sem voru keyptar í pennanum, kannski þeir selji hilluberana staka. hhmmm hæpið samt að ég verði svo heppin. svo má fara í hirzluna. mér skilst að einhver hafi farið þangað og keypt hillur einmitt til að setja svona upp um allan vegginn. en það er ekki húsasmiðjan svo það gengur illa upp........ þetta er svoooo flókið, en ég verð að fara að fá hillurnar. mig vantar að fá bækurnar mínar. hvað er gaman að eiga bækur og hafa þær allar í kassa niður í geymslu. engin hætta á að maður lesi þær þar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home