jamm og jamm. upp er runninn sunnudagur. ekkert rosalega skír.... en fagur sýnist mér svona í gegnum gardínurnar. ég var sem sagt í rauðvínssmökkun á akranesi í gærkvöldi. börkur kom með eina kampavín, átta tegundir af rauðvíni og púrtara. omg hvað þetta var gott. það er rosalega gaman að vera í svona smökkun, ég að vísu finn ekki alltaf allar þessar lyktir sem talað er um, en vínið er gott hehehe og bragðið mmmmmm. reyndar er ég svo mikill hænuhaus, og sérstaklega þegar kemur að því að drekka kampavín. eftir smá dreitil af því er ég orðin verulega rjóð í kinnum og komin með sólheimaglottið á andlitið.
að lokinni smökkun, dró hún gróa fram þessa líka dýrindis innbakaða nautalund með tilheyrandi, og svo súkkulaði köku í eftirrétt. svo eftir gaman sögur sem fjölluðu nú að miklu leiti um einn ákveðinn mann sem við myndgreingarfólk þekkjum, þá var ég búin að hlæja svo mikið að hjartsláttaróreglan var komin alveg í botn, og ég komin með alla mögulega sem ómögulega verki samfara því. var nú hætt að lítast á þetta hjá mér. en sem sagt þá var ég komin heim aftur alveg um tvö í nótt, og það var nú óskaplega gott að komast undir sængina sína og faðma bangsann. :)
elsku gróa, óttar már og börkur. takk fyrir boðið, þetta var alveg rosalega gaman og gott.
þá er komið að sunnudeginum. ég hafði nú rænu á því að stilla klukkuna áður en ég sofnaði í nótt. en um leið og hún hringdi núna áðan fékk ég sinadrátt og hægri kálfann. úff. hafið þið fengið sinadrátt. fólk sem getur setið kjurrt og segir: "æ ég er með sinadrátt" það er ekki með sinadrátt. fólk með sinadrátt það segir ÁÁÁÁÁÁÁ ÆÆÆÆÆÆÆ bölvar svolítið mikið herpist allt saman, og ef einhver er nálægt sem segir hvað er að....... guð forði honum, því það er sko hvæst á viðkomandi. ÉG ER MEÐ SINADRÁTT maður getur varla andað, og þorir ekki að hreyfa sig því maður er svo hræddur um að fóturinn bara detti af manni. ég held ég sé ekki að gleyma neinu. ég minnist þess ekki að hafa fengið sinadrátt síðan ég var ófrísk, en þá fékk ég hann þráfaldlega. get ekki sagt að ég hafi saknað þess. en nú er ég sem sagt draghölt, náði að staulast fram í sturtu og standa þar á öðrum fæti og skreiðast aftur upp í rúm. huh.
einhversstaðar stóð að sinadráttur væri betri en enginn dráttur, en ég get nú ekki tekið undir það. vil frekar vera alveg án allra drátta......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home