það var foreldraviðtal í leikskólanum í dag. þetta er svoddan eðaldrengur sem ég á, að sögur fara ekki af öðru eins. það var einmitt sérstaklega tekið fram hvað hann væri breyttur frá því í haust. hann væri mikið glaðari og ánægðari heldur en hann var. það er nú bara það sama og ég hef sjálf verið að upplifa með hann. þetta er allt annað barn. hann svoleiðis rúllaði upp öllum verkefnum sem voru lögð fyrir hann. hann er alveg yndislegur, og þeir báðir auðvitað. ég fór líka í skólann til ágústar á samstund í morgun. hann var bara ánægður með lífið og tilveruna þessi elska.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home