.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

miðvikudagur, mars 31, 2004

og upp fóru þær :))))))
að vísu er ég ekki búin, en hugurinn ber mig hálfa leið....... ég á bara eftir hilluna sem á að ná yfir hurðargötin alveg út í enda, og ástæðan fyrir því að ég kláraði það ekki, er einfaldlega sú að þetta er ekki alveg að virka eins og ég var búin að hugsa það. þarf að hugsa aðeins meira.... hugsi hugsi hugs. ok ég skal svo sem alveg viðurkenna að þetta eru ekkert endilega fallegustu hillurnar í bænum, ég held að hún vala myndi nú ekki taka nein andköf yfir þeim, en ef þær halda bókunum mínum þá er ég sátt :) en það á alfarið eftir að koma í ljós.

barnshafandi konan sem er að fara til lundúna, hringdi í mig í dag. hún er alveg á útopnu við að finna eitthvað handa okkur að gera. ekki það að ég hafi neinar áhyggjur af að okkur komi til með að leiðast. það er ekki hægt að láta sér leiðast í lundúnum. við komumst á þá niðurstöðu að vera með haug af hlutum sem okkur langi til að gera, og svo fari það allt eftir veðri og skapi hvað verði gert. reyndar eru félagarnir sem við ætlum að sofa hjá, búnir að ákveða eitthvað með okkur á mánudeginum. það verður gaman, ætla að fara með okkur á staði sem eru ekki endilega svona týpískir túrhesta staðir. þeir spurðu dagný: "is your friend shy or is she mad like you" svo það verður gaman að sjá hvað þeir ætla að gera með okkur. :)

það sem verður erfiðast í ferðinni er að geta ekki verið í tölvunni allan sólarhringinn eins og ég er núna. hahaha ég verð eflaust komin með slæm fráhvarfseinkenni. mig langar svo að eiga digital myndavél, svo ég geti tekið heilan haug af myndum, spurning hvort einhver vilji lána manni svoleiðis græjur ekki tími ég að kaupa það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home