sko til þá er ég búin að syngja í fyrstu svona hefðbundnu messunni minni. þetta er nú ósköp gaman. hljómurinn er nú samt alveg skelfilegur í þessum sal, þar sem messan er, en maður verður að taka viljan fyrir verkið. í dag eru níu mánuðir til jóla. hehe það var sérstaklega tekið fram í messunni, því hún fjallaði um hana maríu og þessa dularfullu þungun hennar. hehe. eða eins og organistinn orðaði það. nú er fengitíminn hjá henni. sem sagt ef þið ætlið að eiga jólabörn þá er þetta rétti tíminn til að leggja í........
en segið mér eitt, hver stendur eiginlega fyrir þessu veðri. ég meina vá... snjókoma. fussumsvei. reyndar er það nú allt í lagi, en ég var bara svo sannfærð um að það kæmi bráðum vor. ég var búin að sjá vorboða í síðustu viku. það eru garðhúsgögnin í rúmfatalagernum. þau eru jafn árviss og farfuglarnir. en það er nú víst bara mars ennþá og þetta er þá vonandi páskahretið og svo kemur vor :)
ég er búin að vera að smíða í dag. enda er ryk alls staðar í íbúðinni minni. og ekki bara í íbúðinni heldur alls staðar á mér og strákunum. þessir gifsveggir eru alveg ótrúlega leiðinleg fyrirbæri. auðvitað þurfti þetta að vera gifsveggur sem hillurnar eru á. ég fór í gær í húsasmiðjuna og keypti allt sem vantaði til að smiða hillur, og þar með talið skrúfur. maður minn lifandi hvað það er dýrt að skrúfa upp hluti á gifsveggi. bara skrúfurnar kostuðu sex þúsund krónur. ótrúleg upphæð á meðan að allt hilluefnið sjálft kostaði níu þúsund. tók mig nú smá tíma að tæma bókahilluna, og mæla fyrir hillunum, er búin að festa upp þrjár hillur, varð bara að hætta því að strákarnir þurfa að fá smá frið til að geta sofið. ég gerði nú líka góðan díl við hann pabba. hann kom með sjónvarpið sitt 28 tommur trúlega og tók mitt 14 tommu í staðinn. svona eiga dílar að vera....... reyndar finnst mér það svo stórt að það fyllir upp í stofuna hjá mér. en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín :) gosh ég hlakka svo til að geta farið niður í geymslu og ná í allar bækurnar mínar. mmmm mar fær bara svona fiðring í sig. bækur eru alveg ómissandi. koma næst á eftir tölvunni hehehe.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home