vááá. það er greinilega dagamunur á hvað maður nennir að gera. þessi dagur hefur bara verið með þeim betri í langan tíma. ég tætti allt lauslegt út úr herberginu mínu. kláraði að parketleggja það, hehe maður á aldrei að skilja svona smotterí eftir, það virðist alltaf vera óyfirstíganlegt vandamál að klára. breytti svona rétt aðeins, svo sem ekki miklu hægt að breyta, aðallega að færa til ruslið sem er inni hjá manni, þvoði heilan haug af fötum bæði fyrir mig og mundu. fór með arnar út að hjóla í fyrsta skipti á hjólinu sem hann fékk í jólagjöf. komst að því að það var þvílíkur mannskaðakuldi úti að það væri nú ekki mjög gáfulegt. þannig að við hjóluðum heim til mundu með þvottinn hennar, náðum í nýjan skammt af óhreinum og hjóluðum með hann heim. versluðum helstu nauðsynjar fyrir vikuna. og síðast en ekki síst þá afrekaði ég að fara í kirkjugarðinn (eða dýragarðinn eins og hann arnar kallaði hann) og heimsótti leiðið hennar þórdísar. loksins. ég er búin að hugsa til hennar á þessum degi frá því að hún dó, og alltaf langað til að fara í heimsókn til hennar, en komst ekki að því fyrr en núna í sumar hvar leiðið hennar er. svo ég tel þetta bara búin að vera mikinn merkisdag. kláraði hann með að fara í sturtu og leggjast upp í rúm (með tölvuna mína að sjálfsögðu) nýbúin að skipta á rúminu. mmmmm mér finnst það svo gott, meira að segja viðraði sængurnar mínar og allt. eeeennnn þið ættuð bara að sjá restina af íbúðinni. hehehe. ég gat ekki haft huggulegt í herberginu mínu nema henda öllu draslinu fram á gang. hehehe. þar er sem sagt allt í rúst. en mér er alveg sama, ég ætla bara að vera hér inn í herbergi með bangsanum mínum.
sunnudagur, mars 21, 2004
fyrri skrif
- bestasti vinur minn á afmæli í dag. til hamingj...
- nú er ég að sýna ágústi hvernig bloggið virkar
- jæja þá erum við búnar að ferma í bili og fimm ár ...
- elsku björn sævar. til hamingju með daginn.
- mikið gasalega er ég nú búin að vera dugleg í dag....
- ég sé að meinvill hefur ekki látið deigan síga, og...
- eru engin takm?rk fyrir ?v? hva? f?lk getur veri? ...
- hehehehe. hún munda var að hringja í mig. tíhíhí...
- það jaðrar nú bara við guðlast í mínum eyrum að se...
- djúpur er eitthvað það besta nammi sem hefur verið...
gestabók
endilega tjáið ykkur
síður
Jólahúsið
Réttritun.is
Raförninn
tenglar
ágúst
anna kristín
bylgja
róbert
freknukrúttið
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home