.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

mánudagur, mars 22, 2004

það verður nú að segjast eins og er að þetta er ekki skemmtilegasti tími ársins. það er svo fyndið með þetta blessaða skattframtal að maður einhvern vegin ýtir þessu endalaust á undan sér. ég hef nú séð um skýrslugerðina á mínu heimili undanfarin ár, og þetta er ekkert mál, maður nennir bara ekki að byrja. sérstaklega þegar maður hefur aldrei vit á því að geyma þessa reikninga á ákveðnum stað. maður þarf alltaf að byrja á því að leita í öllum hirslum að hinu og þessu. en í ár þá bara treysti ég mér ekki í þetta verk. ég meina vááá ég hef aldrei skilið áður, hef heldur svo sem ekkert hugsað mér að stunda það neitt sérstaklega, svo ég bara ákvað að fá einhvern til að gera þetta fyrir mig. auðvitað fór ég svo ekki á stjá með það fyrr en í dag, hehe alltaf svo tímanlega að öllu. þannig að nú er ég komin með bunka af alls kyns pappírum og þarf að fara að sortera þetta.ppfff leiðinlegt maður. tala nú ekki um þegar maður hefur verið að vesenast við að flytja og veit ekkert hvar allt draslið er niður komið. sumt er hér í hillunni, sumt er heima hjá ásmundi og sumt er einhversstaðar þar sem´er ekki séns að ég geti fundið það. þetta er svo dásamlegt ekki satt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home