þá er enn ein vikan að líta dagsins ljós. þessi vika verður að vísu ekki svona hefðbundin þar sem að páskarnir eru framundan, og því bara þrír vinnudagar. jibbýjei. en það sem er best er að svo fer ég til útlandanna. hhmmm það verður nú svei mér gaman.
ég fór í messuna í morgun. mér skilst á öllu að þetta hafi bara heppnast bærilega hjá okkur. mamma og munda þykjast hafa heyrt í mér, veit nú ekki hvort það er gott eða slæmt. vona að ég sé nú ekki að skera mig eitthvað sérstaklega úr hópnum. svo náði ég að kaupa brúðargjöfina sem ég gleymdi að kaupa í gær, og búin að fara í fermingarveislu. úff brjálað að gera hjá manni. hehe
hann arnar minn er farin í ferðalag. fór í gær (ásamt ágústi) að heimsækja kevala og predömmu í ölfusborgir og þeir voru þar í nótt. komu svo til mín aftur í dag, en arnar ákvað að fara með ömmu og afa aftur og þau fara svo til vestamannaeyja á morgun. svaka gaman. þannig að nú sé ég hann ekki fyrr en eftir marga marga daga, eða þegar ég kem aftur frá london. ágúst aftur á móti er hérna hjá mér. best að vera hjá mömmu sinni :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home