jamm jamm. er ný skriðin heim eftir langt kvöld, þriggja tíma kóræfing og saumaklúbbur strax í kjölfarið. ágúst fékk að sofa á númer tuttugu í nótt, því mamman var svo önnum kafin, enda ágætt, þá getur hann bara sofið út í fyrramálið, og dundað sér eitthvað áður en hann fer út að leika sér. þarf þá ekki að fara með mömmu sinni í vinnuna. reyndar er það nú skárra eftir að ég fattaði að hafa með okkur tölvuna og dvd myndir. þá getur hann verið nokkuð til friðs.
ég fór til augnlæknis í morgun. það var eins og mig grunaði, ég þarf að fá önnur gleraugu til að vinna með við tölvuna. enda er það nú ekkert undarlegt þegar maður fer að spá í það. það er tvennt ólíkt að reyna að lesa úr ómmyndum eða lesa á umferðarskilti þegar maður er að keyra. svo nú er bara að fara að versla sér ný gleraugu. maður fer að verða eins og gamalmenni, þarf að vera að skipta um gleraugu í tima og ótíma. reyndar er þetta nú ekkert eins og ég sé blind eða neitt svoleiðis, heldur verð ég bara svo skelfilega þreytt í augunum, sjónskekkjan versnar í hvert skipti sem ég fer til augnlæknis. ætti kannski bara að hætta að fara til hennar, og þá lagast sjónskekkjan aftur... hhmmm ætli það virki.......
í fyrramálið fer ég svo á lsp og fæ hjá þeim holter (sólarhrings hjartalínurit) þessi hjartsláttaróregla ætlar engan endi að taka hjá mér. finnst nú bara betra að láta tékka á þessu drasli. uss uss ekki skánar það. gamalmenni með hjarsláttaróreglu og tvenn gleraugu. ég ætti kannski bara að gera eins og presturinn okkar hérna í lindasókn. hann er búin að taka frá fyrir sig hornlóð með góðu útsýni í kirkjugarðinum okkar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home