.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

fimmtudagur, júní 24, 2004

það var húsfundur hjá okkur í kvöld. aðalumræðuefnið var sem sagt lokun svala. hhmmm fyrir þá sem ekki skilja þá er verið að tala um að setja svona glerveggi á svalirnar, svo þær nýtist betur. þar sem að fólk er að kvarta undan roki á svölunum hjá sér. jújú ég skal nú alveg viðurkenna það að það væri nú huggulegt að hafa svona á svölunum, myndi svona aðeins stækka íbúðina hjá manni. en boy ó boy vitiði hvað þetta kostar. ja svona á bilinu 500 - 600 þúsund. og það er auðvitað með afslætti. halló!!!!! sem betur fer er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann lætur verða af þessu eða ekki. annars væri ég nú í vondum málum jeminn. ég sem á í vandræðum með að kaupa mér rafgeymi í bílinn. hehe

annars lét ég nú verða af því að fara í klippingu í dag. það urðu nú svo sem engar róttækar breytingar á mér, en svona það er eitthvað við það að fara í klippingu. alltaf svona svolítið notalegt. hefði nú viljað skvera smá lit í mig líka, en sleppti því í þetta skiptið. hárvöxturinn hjá mér er ekki alveg innan marka. þvílík spretta. hefði nú viljað að eitthvað af þessari sprettu hefði farið í lengdina á mér sjálfri. en hvað um það fyrst ég var komin í hafnarfjörðinn á annað borð, brunaði eftir strandgötunni nýklippt og ánægð með mig, þá tróð ég bílnum inn í næsta stæði, (keyrði sem sagt eina 10 metra held ég) henntist út úr bílnum, inn í búð, og kom út með brjóstahaldara. hef aldrei verið svona fljót við svoleiðis gjörning. þessi búð er bara tóm snilld. ekki eitthvað svona one size fits all dæmi. huh! hef einu sinni verslað þarna áður, n.b. það var í júní í fyrra. hehe. tautaði við konuna að ég hefði nú keypt mér svona (og benti á ákveðna tegund) en var svo óheppin að það brotnaði svona plaststykki á hlýrunum. hey það er ekkert mál. komdu bara með hann við lögum hann fyrir þig. ég var svo bit. aldrei hefði mér dottið í hug að fara með hann í búðina og láta gera við hann. ég hef ekki hugmyndaflug í svoleiðis lagað. en sem sagt, nú fer ég einhvern næstu daga aftur í hafnarfjörðinn og læt gera við. tralalala þvílík sæla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home