það var kvartað við mig í gær. hvort ég væri bara hætt að skrifa. huh. ég horfði á hana með illilegu augunum mínum..... fannst þetta nú koma úr hörðustu átt. hún nefnilega hafði stolið öllum skrifum mínum um menningarnóttina. að vísu viðurkenndi hún það og yfirskriftin var ritstuldur vegna leti. þykist hafa ætlað að spyrja mig leyfis, en ég var víst sofnuð með tölvuna á nefinu þegar hún bankaði upp á msninu mínu. ekki í fyrsta skiptið sem ég og tölvan mín eyðum nóttinni saman sko.
ég er að fara í brúðkaup á laugardaginn, sem er nú ekki í frásögur færandi, nema við fórum þrjár saman í dag að kaupa brúðargjöf. ferðinni var heitið í debenhams þar sem var til listi svo maður gæti nú valið eitthvað sem brúðhjónunum þætti fallegt. þar var þetta forláta stell, jújú sem mer leist bara vel á..... þangað til ég sá verðið á því. almáttugur minn. er í lagi að ein sósukanna kosti ríflega 5000 kr. en við völdum þarna þrjá hluti upp í svona sæmilega upphæð, og þá sagði afgreiðslukonan..... viljið þið fá líka diskinn undir sósukönnunni. við fölnuðum upp og spurðum hvort hann væri seldur ´ser. jájá þetta er allt sér sagði konan og leit út fyrir að finnast við frekar heimskar. haldið þið að helv.... diskurinn hafi ekki kostað á þriðjaþúsund. þar með var sósukannan komina vel á áttunda þúsundið. ég meina..... hallllóóóó.
ekki samt misskilja mig.... ég er ekki að hneykslast á brúðhónunum að velja þetta, síður en svo. stellið er mjög fallegt..... en maður minn lifandi..... salatskálinn kostar 8500..........
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home