jæja þá er enn ein helgin liðin..... þessi var nú bara með þeim afkastameiri hjá mér. nú eftir vinnu á föstudag var farið í keilu með vinnufélugum. þetta var frumraun mín í þeirri íþrótt og verð ég að segja að ég skemmti mér bara konunglega. fór auðvitað fyrst í þessa eðalfínu glow in the dark skó, og valdi mér kúlu rétt eins og ég hefði aldrei gert annað. ég var fyrst í mínu liði, læddist í átt að brautinni..... tók kúluna mjög fagmannlegum tökum, tölti af stað og endaði í glæsilegri sveiflu..... gott ef fóturinn fór ekki svona aðeins til hliðar eins og sönnum keilusveiflum sæmir. nú og auðvitað var það fella í fyrsta skoti.... okok það gekk nú ekki svo í hverju skoti hjá mér en gekk nú bara vel engu að síður.
nú svo fór ég í gær í brúðkaup hún guðrún sem var með mér í tækniskólanum var loksins að giftast honum sverri sínum, en þau eru búin að vera saman í ein fjórtán ár. til lukku með það elskurnar.
nú er ég svo að fara í saumaklúbb.... til meinvills.... það er orðið svo langt síðan við hittumst síðast. alveg komin tími á þetta hjá okkur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home