ég held ég hafi gerfijólatré hér eftir. ég held ég sé með ofnæmi fyrir þessum lifandi....eða allavega fyrir stafafurunni sem ég náði mér í í heiðmörkinni. ég var sem sagt að vesenast við að taka seríuna af trénu og setti það svo í svartan poka, svona til að koma því út úr húsinu án þess að allt verði út í greni. nema hvað að ég fékk svona heiftarleg útbrot og ofsakláða. handleggirnir, hálsinn og hluti af andlitinu. argh.... þetta er ekki hægt. ég ætla sko ekki að koma aftur við þetta tré, og auglýsi hér með eftir einhverjum til að bera það út úr íbúðinni minni.
við ágúst erum sem sagt enn heima. hann er enn með höfuðverk og kvef en sprækur að öðru leiti sem betur fer. við að vísu förum að verða uppiskroppa með fæði, en ég fitna þá ekki á meðan.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home