framkvæmdagleðin er bara með skársta móti þessa dagana. um daginn sagði ágúst mér að hann skildi ekkert af hverju ég væri tilbúin til að gera súkkulaðiköku án þess að nokkuð sérstakt stæði til, en ég bakaði aldrei rúsínukökuna nema það væri afmæli. nú í gærkvöldi ákvað ég að gera bragarbót á og skveraði í svo sem eins og eina tertu fyrir drenginn. mikið var hann nú ánægður þegar hann kom inn í eldhús og spurði hvað ég væri að gera. við slógum svo bara upp hádegispartíi og buðum þeim sem koma vildu og gátu í brauð, kaffi og köku við góðar undirtekttir. svo tókst mér að hafa það af að hringja í tryggingarnar. ég er búin að vera með brotna rúðu í stofunni hjá mér í þó nokkuð margar vikur. þar sem sprungan fer alltaf stækkandi, þá var þetta eitt af því sem var á to do listanum í sumarfríinu, þ.e. að láta skipta um rúðu. svo húkti ég hér heima og beið eftir tryggingamanninum sem kom aldrei. huh... það var ekki eins og ég væri að biðja hann að koma í dag, heldur var ´mér sagt að hann myndi koma. argh það er svo pirrandi að sitja svona og bíða. nú hringi ég alveg extra pirruð á morgun í þá og segi þeim að þeir geti bara hringt í mig og athugað hvort ég sé heima þegar þeim þóknast að koma. en ég er búin að fara í gegnum skápinn í forstofunni, henda því sem á að henda. eitthvað getur nú farið í mæðrastyrksnefnd og raða því sem á að vera þar. ég er búin að fara í gegnum eldhússkápana á einhverju hundavaði. en ekkert hefur orðið úr geymslutiltektinni ógurlegu sem átti að fara fram í þessari viku. það eru nú ýmsar ástæður fyrir því... fyrst ber að nefna að arnar veiktist. tók upp á því að æla á leikskólanum og svo er bara búið að vera allt of gott veður til að loka sig inn í geymslu. en ég er nú samt búin að fara eina ferð í sorpu með rusl og flöskur svo þetta er nú allt á rettri leið. hins vegar er ég með þessa fínu frystikistu sem mig vantar að selja fyrir lítinn pening. áhugasamir endilega hafið samband. gott að fjárfesta fyrir sláturtíðina í haust :D
2 Comments:
Og hvað er þessi kista stór? Okkur Skakka vantar litla kistu fyrir allan fiskinn sem hann er alltaf að veiða og ég þarf að borða ;( en kistan má ekki vera stór..sendu mér sms eða hringdu við tækifæri..
ég er viss um að hún er passleg fyrir ykkur skakka :D
Skrifa ummæli
<< Home