það var nú ekki lengi gert.... búin að selja... þurfti bara að sýna þessum eina manni.. og söluhæfileikar mínir sáu um restina. hann bara kolféll fyrir íbúðinni og gerði tilboð upp á ásett verð. :) nú er ég bara búin að gera lista yfir hluti sem mig vantar að losa mig við áður en ég flyt.
- eldhúsborð. það flottasta í bænum... 75 x 120 cm gamalt á stálfæti... geðveikt
- stofuborð... líka gamal, kringlótt.... líka rosalega flott
- kommóðu ikea. hvít sex hæðir (4 stórar skúffur og 4 litlar)
- frystikistu... 69 x 91 cm
- simo barnavagn með kerrupoka og skiptitösku
- gracco ungbarna bíl/burðarstól
- bakpoka til að bera grislinginn
- rimlarúm
- bíl á verulega hagstæðum lánum :)
- hillusamstæðu rúmfatalagernum
svo er vafalaust eitthvað meira sem kemur í ljós. en nú er bara að fara að sanka að sér einum og einum kassa og byrja að pakka. ok ég veit það eru nokkrar vikur í þetta, en hey, þegar maður er einn í fullri vinnu og skóla og með börn þá þarf maður að nota tímann :) æj úff nú var ég að muna. fæ kalla á morgun til að skipta um rúðu í stofunni og ég þarf því að tæma úr gluggakistunni og taka niður gardínurnar. hhmmm er ekki að nenna að standa upp núna :|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home