mamma reyndi að drepa mig í dag. og það í kirkjugarðinum í fossvogi. þannig er mál með vexti að ég er nú búin að vera að bralla eitt og annað þessa vikuna, og ég þurfti að eiga orð við hana ömmu mína. ég fór því með mömmu með mér í kirkjugarðinn, og þar sem við stoppuðum við leiðin, þá skömmuðumst við okkar niður í hæla, rukum í burtu aftur, fórum í blómaval, þar sem við keyptum blóm, mold, og klippur og fórum að snurfusa aðeins hjá gamla fólkinu. við vorum í miklum ham. klipptum niður rósina á milli þeirra, rættum gras, mosa og illgresi, og slóum ekki slöku við. skiptum meira að segja liði, ég var fyrir framan legsteinana, meðan hún var á bakvið. ég var í miklum, þungum þönkum við reita illgresi hjá katli, þegar það kemur hendi að því er virðist upp úr moldinni við hliðina á legsteininum. ég gargaði upp. ég fölnaði, svitnaði, fékk svima, ógleði, hjartsláttartruflanir, sjóntruflanir og höfuðverk svo fátt eitt sé nefnt. hafði þá ekki kellingin, lagst á bak við steinana, hún var svo áköf í illgresinu, og teygði sig meðfram steininum til að reita eitthvað gras eða hvað það nú var. ég vissi ekki betur en að hún væri fyrir aftan steininn hjá ömmu :S allavega var kellingin nærri búin að ganga frá mér. ég var óratíma að ná mér niður aftur. endaði með að leggjast bara við hliðina á ömmu meðan ég var að jafna mig. mamma auðvitað hló eins og vitleysingur. eins gott að það var ekki jarðaför þarna í nágrenninu þar sem við veltumst um leiðin, í hláturskasti eins og þau gerast verst. og þeir sem til okkar þekkja vita að þau geta verið ansi slæm þessi köst okkar. það ætla ég að vona að ég fái þessa svaðilför vel launaða og fái jákvæð viðbrögð við því sem ég er að bralla þessa dagana. guð veit að ég vann sko fyrir þvi í dag. og fyrst mamma gat ekki drepið mig þá hlýtur þetta að ganga upp.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home