ég er búin að sofa svo mikið um helgina. og það er svooooo gott. en núna þegar klukkan er farin að ganga tíu, og ég með þvottavélina á fullu og ekki byrjuð að pakka.... þá langar mig mest til að skríða aftur upp í rúm bara.... en nei.. ekkert svoleiðis góða mín. nema þú ætlir að hætta við að fara.
ég fletti upp einhverri veðurspá fyrir minneapolis í gær. og mæ oh mæ það var 12 stiga frost... ég fékk nú vægan hroll... en þetta verður nú kannski til þess að ég læt verða af því að kaupa húfu trefil og vettlinga á mig.
skv vefsíðu hótelsins þá er nettenging á herbergjunum svo það er aldrei að vita nema að ég hripi hérna niður einhver orð á þessu ferðalagi.
en ef ekki
auf wiedersehen
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home