dagur 1
við spruttum á fætur fyrir allar aldir.... rifum skúla og birgi framúr til að skutla okkur á bsí og tókum hálf fimm rútuna (hún er nefnilega ókeypis) út á flugvöll. icelandexpress kom okkur svo til stanstead alveg hreint á áætlun og þaðan tókum við stansted express til liverpoool station. það verðu nú alveg að segjast eins og er að hitinn var nú aðeins yfir meðallagi, og því voru það sveittir og þreyttir ferðalangar sem komust á hótelið. við létum það þó ekki á okkur fá, og aðeins snurfusuðum okkur, fórum á king´s cross og niður á leicester square. röltum þar um, skoðuðum fólkið, fengum okkur ís. fórum yfir á piccadilly circus og aftur til baka. hitinn var yfir þrjátíu gráðunum og við ósofinn þannig að það var bara farið svona tiltölulega snemma í háttinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home