jæja þá get ég loksins sagt það
við systur fórum og keyptum okkur búð. úfff ekki leiðinlegt það. við erum semsagt orðnar bisnisskonur... hehe erum að spá í að láta sauma á okkur dragtir í tilefni þessa hehehe... við erum nefnilega svo miklar dragtatýpur. ég hef lítið sem ekkert getað skrifað hér undanfarið, því það er aðallega tvennt sem hefur legið á mér... og hvorugt verið þess eðlis að ég gæti tjáð mig um það hér... þannig að þá er bara best að halda sig til hlés ekki satt :)
en nú verður kannski breyting þar á. ég byrjaði í þriggja vikna fríi frá vinnu í dag til að sinna skólanum. það verður smá törn. við erum sex saman í hóp. eða kannski bara fimm... sá sjötti lét ekki sjá sig hehe hefur eflaust ekki litist á blikuna. en eftir erum við fimm... og þar af er ein rússnesk, sem er í góðu lagi mín vegna... en það gerir það hinsvegar að verkum að við erum eini hópurinn sem verður að gera verkefnið á ensku. ég sem er búin að vera að tuða þessi reiðinnar bísn yfir því að þurfa að læra þessi íslensku orð.... hehe og nú þarf ég að læra þetta á ensku... bara til að gleðja mig.
verkefnið er semsagt á þá leið að við eigum að hanna og forrita kerfi fyrir hlaupara. sem gerir honum kleyft að skrá hvað hann hleypur langt, tíma, hámarkspúls, hvildarpúls, hvurslags undirlagi hann hleypur á... hvaða skó hann notar... hvernig veðrið er... etc. svo sem í góðu lagi meðan ég verð ekki látin hlaupa eitthvað sjálf.
en annakr þessi elska kom og dinglaði hjá mér í kvöld og færði mér blóm í tilefni kaupanna. þú ert yndi... takk fyrir hugulsemina.... hehe en gott hjá þér að vera búin að panta þér sumarbústað svo þú verðir ekki hneppt í talningu á næstu helgi hehehe.
ooohhh þetta verður gaman... :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home