and life goes on
nú er þetta búið. svo er bara að bíða eftir að kennarinn ljúki sér af. úff mig vantar að fá að vita hvort ég náði þessu eða hvort ég þarf að læra meira. en samt vil ég ekki vita það, ef ske kynni að það væri ávísun á annað próf innan skamms... ppfff
en nú er ekkert elsku mamma, nú er það bara vinnan og vinnan og vinnan, og svo kannski aðeins að taka til og bókhaldast og vesenast inn á milli. það eru víst alveg að koma jól, og verandi eigandi að jólahúsinu þá geri ég mér nokkuð grein fyrir því að það gæti verið pínu mikið að gera fyrir jólin. eða ég vona það allavega :P
en talandi um jólahúsið... vissuð þið að maður getur bara opnað búð og kallað hana öllum nöfnum sem maður vill, þó svo að búðir með sama nafni eru til. ég er frekar ósátt með það að annað fólk sem er í sama bransa skuli mega kalla sína verslun sama nafni og okkar er búin að heita undanfarin átta/níu ár. mér finnst það frekar skítt. nú erum við að fara að storma til einkaleyfastofu og biðja um einkaleyfi á Jólahúsið, en okkur er sagt að það séu ekki miklar líkur á að það verði samþykkt, þar sem það sé of víðtækt (minnir mig að hafi verið skýringin). En við erum ekki að tala um bara orðið jólahús heldur Jólahúsið... nafnorð með ákveðnum greini og alles. Við erum ekki að tala um að ef fólk sjái hús sem er skreytt fallega yfir jólin að það megi ekki kalla það jólahús... en að önnur búð skuli ætla að eigna sér nafnið finnst mér alveg fyrir neðan allar hellur. tökum sem dæmi þegar við lánuðum þeim í spaugstofunni dót úr búðinni okkar, og þá kom á kreditlistanum.... þakkir til Jólahússins.... ætli fólk hafi þá haldið að það væri einhver kall norður í landi sem hafi verið svona almennilegur, en ekki við á skólavörðustígnum.
æjh ég veit ekki, en þetta pirrar mig óendanlega mikið. við ættum kannski að fara að kalla búðina okkar Jólahúsið, Litla Jólabúðin og Jólagarðurinn bara svona til að dekka þetta allt. huh.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home