.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

þriðjudagur, janúar 30, 2007

fullt af jólaskrauti - afmælisbarn

jæja. þá erum við búnar að versla heilan helling af jólaskrauti. við vorum á fullu alla dagana, gengum frá 11 - 18, og vorum alveg búnar með alla orku á kvöldin. gerðum okkar besta til að klára birgðir vínbóndans sem við gistum hjá. þvílíkt eðal hvítvín og kampavín hjá honum. og maturinn alveg vel boðlegur. stelpurnar féllu svona svakalega fyrir rumpusteikinni líka að sögur fara ekki af öðru eins.

nú þarf maður bara að vinna upp þann tíma sem maður var ekki að vinna vinnuna sem maður fær borgað fyrir, svo það er eins gott að halda á spöðunum. ég á nú samt eftir að lauma inn nokkrum vel völdum sögum úr ferðinni, svona eftir því sem tíminn leyfir.

en að lokum þá er vert að minnast á að sigríður systir mín á afmæli í dag. hún heldur upp á daginn í lundúnum, enda er það eina vitið. til lukku með daginn, og njóttu þess að skunda um stræti lundúnaborgar. bið að heilsa betu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home