líf mitt sem þorskur
þetta er frekar spennandi núna. næstu átta vikurnar á ég að borða þorsk fimm sinnum í viku, ásamt heilum haug af grænmeti (eins og ég er nú mikil grænmetisæta). kjöt má ég fá einu sinni í viku, og ýmislegt eða baunarétt einu sinni í viku aðra hverja viku. fyllt upp með ótakmörkuðu magni af grænmeti, en þó alltaf amk tala í hverri máltíð, og x gr kartöflur, x mikið af hinu og þessu. mögulegar aukaverkanir eru þyngdartap.
ég er semsagt að taka þátt í rannsókn um áhrif mataræðis á heilsu. fór í blóðprufur, og mælingar í morgun og þetta er dagur eitt í lífi mínu sem þorskur. skúli fær að borða mikið meira en ég. hann fær t.d. 400 gr af hafragraut á morgnana meðan ég fæ 200 gr. 150 gr kartöflur meðan ég fæ 100 gr. osvidere. er eitthvað réttlæti í þessu. minn skammtur er meira að segja svo nánasarlegur að ég á að taka vítamín með, en karlpeningurinn þarf þess ekki því þeir fá að borða meira. huh.... en sumsé eftir átta vikur verð ég örugglega komin með hreistur, sporð og ugga og langar örugglega ekki í þorsk þá.
7 Comments:
En þorskar eru líka ótrúlega rennilegir og flottir pældu í því. Efir 8 vikurnar verður þú eflaust þannig líka!! Ekki það að þú sért ekki.. nei nei það er best að hætta að grafa holuna sem ég er byrjuð að grafa..good luck...
haha hún dýpkaði óðum þessi hola :)
hummm eru þeir búnir að breyta þessu loksins :)
Ég fékk einmitt email um einhverja svona rannsókn sem mér var boðið að taka þátt í ...... eeeeeen mér fannst það ekki spennandi:P hehe
KV. Birna Rebekka
Ég fékk einmitt email um einhverja svona rannsókn sem mér var boðið að taka þátt í ...... eeeeeen mér fannst það ekki spennandi:P hehe
KV. Birna Rebekka
Fylgir enginn kokkur með öllum þessum þorski???
því miður hef ég ekki orðið vör við hann
Skrifa ummæli
<< Home