ég sit hér í stofunni með þrjá sex ára púka í eye toy. ég hef mestar áhyggjur af því að þeir hoppi á sjónvarpið mitt í látunum og ef það mælist jarðskjálfti hér á suðvesturhorninu þá á hann örugglega upptök sín í fífulindinni. en þeir verða þá kannski þreyttir á eftir. reyndar er svo fjölskylduhátíð í skólanum þannig að það verður nú áframhaldandi fjör sýnist mér. ég hins vegar reyni að drepa tímann með að hanga í tölvunni, er að vonast til að það nenni einhver að spjalla við mig :P
fór í heimsókn til gyðu í gær. það er alltaf gaman að hitta hana. komin með þessa fínu bumbu. að vísu varð smávægileg uppákoma. klukkan að verða hálf sjö þá hringdi síminn hjá henni, og þá var það ásmundur að leita að mér. arnar var ekki enn búin að skila sér heim, og það var búið að hringja út um allt til að leita að honum. ég brunaði því heim til mín og þar sat þessi elska í stigaganginum og beið eftir mömmu sinni. hann var búin að biða í einn og hálfan klukkutíma. ruglaðist bara aðeins á dögum þetta grey. æj það getur verið erfitt að vera sex ára stundum og eiga heima á mörgum stöðum.
2 Comments:
æji greyið kallinn, ekki furða á að maður ruglist stundum í þessu lífi :) Ég efast ekki um að ég myndi ruglast líka ef ég þyrfti að muna hvert ég ætti að fara eftir skóla :) hehe
Segjum tvær, mesta furða að maður finni heimili sitt suma daga
Skrifa ummæli
<< Home