já já ég skal lofa að standa mig betur í skrifunum. Annars hef ég afskaplega lítið til málanna að leggja þessa dagana. Birna er heima hjá mér með Ágústi því að amma vildi fá sumarfrí. Ég veit ekki hvernig þetta er eiginilega með þessar ráðskonur. Nú safnast bara saman óhreinn þvottur og allt í volli. Hún verður í marga daga að vinna þetta allt saman upp. Svo verður saumaklúbbur hjá mér á miðvikudaginn. Það eru stelpurnar úr menntaskólanum sem ætla að koma til mín núna. Hafið þið tekið eftir því hvað svona lagað getur allt lent á nokkrum vikum. Það er ekkert svo langt síðan ég var með A.SM.A klúbb, svo hittumst við Tækniskólagellurnar hjá mér í síðustu viku. Saumó í næstu. Ég veit ekki hvar þetta endar allt saman. EN þetta er svo gaman allt saman.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home