nú árið er alveg að verða liðið.........
þá er næstsíðasti dagur ársins liðinn. ég var að koma heim úr saumaklúbb, þessum sem er ekkert gert nema tala í. jú ég skrökva núna. hrafnhildi var fenginn spilastokkur og hún spáði fyrir okkur af alkunnri snilld. hún hefur nú séð fyrir ófá börnin í þessum hópi. reyndar er það nú ekki erfitt þar sem svo virðist sem það sé alltaf einhver okkar ófrísk. nú er það hún helga en hún er að fara að eignast barn númer tuttugu og sex. okok hún á þau ekki öll þetta er hennar fjórða barn (veit fólkið ekki um getnaðarvarnir eða hvað), við hinar níu eigum samanlagt tuttugu og tvö börn. mér finnst það bara nokkuð gott hjá okkur. en þar sem þetta barn fer að fæðast, þá þarf einhver okkar að fara að leggja í, það er bara spurning hver okkar það verður.........
annars vorum við ásm bara nokkuð dugleg í dag. okkur tókst hið ómögulega þ.e. að tæma bílskúrinn. það er að vísu eitthvað smotterí eftir, en það verður klárað á morgun. eitthvað smá dót sem mamma ætlar að hirða. en það sem mér var orðið kalt við þetta. það var svona "mér verður aldrei aftur hlýtt" kuldi í mér. en birna (í saumó) gaf mér kaffi og púrtvín svo ég fékk smá velgju í mig aftur. takk fyrir það.
á morgun (ok klukkan er nú orðin svolítið margt ég þannig að í dag eiginlega) er gamlársdagur. og það er eins gott að búðir séu opnar eitthvað því ég hef ekkert verslað í matinn. ´við förum að vísu í mat til mömmu og pabba, en svo er nýársdagur. eitthvað þarf maður að borða þá líka, sérstaklega þar sem strákarnir eru hjá mér núna. verð að reyna að koma mér út í búð á morgun, við vorum bara svo önnum kafin í bílskúrnum í dag, að það gafst enginn tími til að stússa í svona löguðu. oooo svo er þetta yndislega verkefni sem þarf að leysa af hendi. draslið úr bílskúrnum endaði einhvern veginn bara niðri á gangi hjá geymslunum. ég á´alveg eftir að koma þessu inn í geymsluna. það verður nú einhver höfuðverkurinn. uss uss æ ég geri það á nýju ári.
já og anna, þér er alveg óhætt að færa mig upp um reit, því ég reis upp frá dauðum.......... bíddu við eru það ekki páskarnir, jæja ég tek þá bara snemma í ár, nenni ekki að bíða fram í apríl með þetta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home