þá er enn einn dagurinn að kveldi kominn. ég fór til hennar mundu upp úr hádegi, því ég ætlaði að plata hana til að lána mér bílinn sinn aðeins. eitthvað gekk það nú ekki alveg eins og ég ætlaði mér, hún og birna voru að fara á flakk, og bjössi þurfti að fara í vinnuna, og allir ætluðu að nota sama bílinn. þá datt mér í hug að fá lánaðan leigubíl, en sigga fór alveg í bakinu í gær og hafði því fengið bílstjóra fyrir sig. nú voru góð ráð dýr. þarna vorum við allar systurnar samankomnar og einn bíll sem þurfti að dreifast ansi víða. nú við höfðum auðvitað betur, og tókum bílinn af bjössa. hann gat bara farið seinna að vinna. okkar verkefni var mikið meira áríðandi þ.e. til stóð að fara í smáralind því birnu vantaði eyrnalokka, og ég ætlaði í pennann og hirzluna að gá að hilluberum. þegar við vorum búin að vandræðast þetta yfir bílnum góða stund, þá ákváðum við að byrja á því að fara í b&l því þar átti að vera hægt að gera ansi góð kaup á bílum. við æddum þarna upp á höfða spjölluðum við einn sölumann (agalega huggulegur strákur, var ekki með neinn hring hehe) og áður en ég vissi af þá var ég búin að kaupa mér bíl. huh.... svona á að gera þetta. fara út til að kaupa hillubera og koma heim með nýjan bíl í staðinn. ég er nú líka nokkuð viss um að með þessu, þá sé ég búin að tryggja okkur hið besta veður í einhvern tíma í það minnsta. ég er að spá í að rukka fyrir þetta góða veður svo ég eigi fyrir bílnum, því ef ég er ekki á bíl þá er vont veður. þetta er bara lögmál, svo fólk hlýtur að vera tilbúið til að leggja í púkk til að tryggja gott veður. ég trúi ekki öðru. hefði kannski átt að kaupa mér lottomiða líka fyrst ég var byrjuð á þessu á annað borð, bara svona til að athuga hvort ég hefði þá efni á hilluberunum, en úr þessu er ég hrædd um að þeir verði að bíða enn um stund.
laugardagur, mars 13, 2004
fyrri skrif
- ´já meinvill vill meina að ostakakan batni með ald...
- ég hef ákveðið að gefast ekki upp strax heldur saf...
- huh er nokkuð undarlegt að maður nenni ekki að blo...
- ?g var r?tt ? ?essu a? f? athugasemd ? msninu hvor...
- sumir dagar eru leiðinlegri en aðrir. ég er núna ...
- jæja þá er febrúar að renna sitt skeið á enda. þa...
- fjandans ísl stafir huh
- ?a? hefur sjaldan veri? eins miki? um a? vera hj? ...
- jæja þá er það orðið formlegt og skráð í bækur sýs...
- þar sem ég sé að bloggandinn hefur yfirgefið meinv...
gestabók
endilega tjáið ykkur
síður
Jólahúsið
Réttritun.is
Raförninn
tenglar
ágúst
anna kristín
bylgja
róbert
freknukrúttið
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home