.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

föstudagur, mars 19, 2004

mikið gasalega er ég nú búin að vera dugleg í dag. byrjaði að baka í gær og hélt svo áfram í dag, og er núna með sjö kökudiska sem bíða spenntir eftir að fá að fara í veislu á morgun. ég þurfti að fara í búð í dag, til að kaupa mér rjóma og fleira í baksturinn, og hringdi í systur mínar til að ath hvort þær væru nokkuð að slóra. hehe svo reyndist nú ekki vera, þær voru í föndru að bardúsa eitthvað í sambandi við gestabókina. ég æddi auðvitað niður á smáratorg, til að fara í bónus, en þar sem það er ekki mjög klókt að fara svangur í búð að versla, þá auðvitað stoppaði ég á dónanum og fékk mér smá næringu. ég meira að segja ákvað að fara inn að borða, eitthvað sem ég hef nú bara aldrei gert þarna. nú þarna settist ég niður og borðaði minn hamborgara, en viti menn, haldið þið að systur mínar báðar og birna hafi ekki birst þarna líka í sömu erindagjörðum. mér fanst það nú svolítið skondið að við skyldum svo allar mæta þarna rétt eins og það hefði verið fyrirfram skipulagt. hehe en ég auðvitað freistaðist til þess að fara frekar með þeim, heldur en að fara ein heim og baka, svo næstu tvo klukkutímana, þá þræddum við blómabúðir bæjarins, við höfum nefnilega mjög ákveðnar skoðanir á því sem við ætlum að gera svo það þýðir ekkert að bjóða okkur bara einhver blóm. ónei takk.

en í einni af þessum ágætu blómabúðum þá gerðist ég þjófur. og vitið þið hverju ég stal...... fermingarkorti. gott ef það var ekki búið að skrifa boðorðin inn í kortið. þú skalt ekki stela. nei þetta var reyndar alveg ofsalega óvart. ég var ´búin að velja kortið og hélt á símanum og veskinu mínu líka. svo fór sigga að borga og ég stóð bara við hliðina á henni meðan að hún borgaði, og labbaði svo á eftir henni út í bíl. það var ekki fyrr en ég var sest inn í bílinn, að ég sá að ég hélt enn á kortinu í hendinni. ég fékk auðvitað svaka hláturskast og datt ekki í hug að gera mig endanlega að fífli með því að fara aftur inn í búðina og fá að borga kortið.

nú erum við sem sagt búnar að skreyta salinn. þessi salur má nú muna sinn fífil fegri. ég leitaði að hnífunum minum og fann þrjá. man nú ekki hvað þeir voru margir í upphafi, en veit þó að ég átti gott betur en þrjá hnífa. en allt er hey í harðindum. ætla að reyna að muna eftir að taka þá með mér heim á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home